Ljósið í myrkrinu

Nú er sannarlega árstími myrkursins. Það er samt um að gera að reyna að drepa myrkrinu á dreif við hvert tækifæri.

Í Straumrás fást stórskemmtileg ennisljós í ýmsum útfærslum. Bæði með innbyggðri endurhlaðanlegri orkugeymslu eða fyrir venjuleg batterí…Batterí…mmmm hafið þið hugsað um hvað batterí er stórskemmtilegt orð. Sá sem íslenskaði orðið Battery var ekkert að flækja málið..Y í í. En við eigum auðvitað annað fínt orð fyrir rafgeymslu, svona orð sem er notað í skýrslur hjá Landsvirkjun og orkumálaráðuneytinu og svoleiðis: Rafgeymir.

En, úps nú er ég kominn aðeins útfyrir efnið. Það er mikil birta af ennisljósunum okkar, það gerist þegar kveikt er á þeim og batteríið er fullhlaðið. Ég segi nú alls ekki guðleg birta en allavega falleg birta og góð. Það er líka alveg hægt að nota tvö ljós í einu ef maður vill sjá með hnakkanum, Það er líka frábært að hafa ljós á stjórn eða bakborðshliðinni, mjög mikið öryggisatriði þegar maður er í göngutúr meðfram gaddavírsgirðingu, maður sér alltaf gaddavírinn í tíma áður en maður flækist í honum.

Já ennisljósin okkar sjá við næstum öllu. (en bara þegar það er kveikt á þeim)
Ps. Við eigum líka allskonar öðruvísi ljós sem hægt er að hafa í höndunum og hengja upp á vegg eða bara hvað sem manni eða konu dettur í hug. Það nýjasta sem ég hef heyrt er að hjónin Bogga og Jóndi í Kúskeri nota vinnuljós til þess að lýsa upp jólatréð í stofunni hjá sér. “Ekkert vesen lengur með bilaðar seríur” sagði Jóndi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jónas. Hann er ljósálfur Straumrásar og veit allt sem þarf að vita um lúm og lúx og lúmens.
SJÁUMST!