Tubiflex logo

 

 

Tubiflex borði

Tubiflex stál- og pústbarkar

Ítalska fyrirtækið Tubiflex S.p.A. hefur framleitt stálbarka frá 1951 og sérhæfir sig í framleiðslu á stálbörkum, stálklæddum PTFE slöngum og vírkápum.  Tubiflex státar af því að vera virtur framleiðandi á „orginal“ börkum fyrir marga þekkta framleiðendur í bíla-, véla-, skipa- og flugvélaiðnaði.  Þá nota margir af stærstu framleiðendum á loft- og hitakerfum vörur frá Tubiflex.

Stálbarkar eiga það sammerkt að vera frekar fyrirferðamiklir í flutningi og birgðahaldi og því höfum við leitast við að binda okkar lager nær eingöngu í kringum PROTEX– PX-T.3000 stálbarka, annars vegar heit galvanhúðað stál (EN10346 DX51D+Z200) og hins vegar ryðfrítt AISI 304 stál.

Saumlaga hönnun PROTEX barkans tryggir í senn góðan sveigjanleika við mótun eða lögun á barkanum samhliða auknum styrk gagnvart utanaðkomandi álagi, höggi og slitþoli.  PROTEX barkinn þykir hentugur sem pústbarki í bíla, trukka, vinnuvélar og rafstöðvar, einnig sem sterkur barki fyrir mjöl- eða kornkennd efni og sem hlífðarkápa fyrir raflagnir og slöngur.

Stærðir á lager eru í þvermáli frá 42 mm til 150 mm en PROTEX barkann er hægt að sérpanta í allt að 300 mm þvermál.  Einnig er hægt að sérpanta 8 – 38 mm barka ef kröfum um lágmarks magn er náð.  Staðlaðar lengdir eru 5 – 20 metrar en hægt er að sérpanta lengri barka.

Hitaþol:  Heit galv. 250°C og ryðfrítt 700°C.

Ath.  Til að hámarka flutningsgetu PROTEX barkans er mikilvægt að snúa honum rétt sbr. mynd.

Tubiflex skýring 1

VöruheitiInnanmál mmUtanmál mmBeygjuradíus mmVörunúmer galv.Vörunúmer ryðfrítt
Stál/pústbarki 25 mm2529.513015802025
Stál/pústbarki 32 mm3236.516015802032
Stál/pústbarki 38 mm3842.519015802038
Stál/pústbarki 42 mm4246.521015802042
Stál/pústbarki 45 mm4549.52251580204515803045
Stál/pústbarki 50 mm5054.52501580205015803050
Stál/pústbarki 55 mm5559.526515802055
Stál/pústbarki 65 mm6569.52851580206515803065
Stál/pústbarki 75 mm7579.53101580207515803075
Stál/pústbarki 80 mm8084.532015802080
Stál/pústbarki 90 mm9094.53451580209015803090
Stál/pústbarki 95 mm9599.536015802095
Stál/pústbarki 102 mm1021073801580210015803100
Stál/pústbarki 115 mm1151204151580211515803115
Stál/pústbarki 125 mm1251304351580212515803125
Stál/pústbarki 150 mm15015550015802150

 

 

No products were found matching your selection.