Merlett slöngur og barkar
Ítalska fyrirtækið Merlett hefur verið starfandi frá árinu 1952 og er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum Evrópu þegar kemur að hönnun og framleiðslu á slöngum og börkum úr plastefnum, PVC, PP, EVA, PU og hitamýktu gúmmí (thermoplastic rubber). Sérhæfing Merlett þegar kemur að plastefnum gerir fyrirtækið að leiðandi framleiðanda á þessum markaði, þar sem þróun er hröð og vöruúrvalið eykst stöðugt. Það sem helst endurspeglar vöruúrval og þróun hjá Merlett er fjölbreytni notenda, en Merlett er með viðurkenndar slöngur fyrir flestar gerðir iðnaðar- og framleiðslufyrirtækja, rannsókna- og matvælafyrirtækja, landbúnað, vélsmiðjur, tankbíla og margt fleira.
Hér á heimasíðunni má finna upplýsingar um þær slöngur og barka frá Merlett sem mest eru notaðar hér á landi og Landvélar hafa á lager. Að auki sérpöntum við slöngur og barka í þau verkefni sem krefjast sérlausna eins og aukið hita-, þrýsti- eða efnaþol.
Slönguhlífar
Slönguhlífar
Slönguhlífar
Slönguhlífar
Olíu- og efnaslöngur