Þunnfljótandi flúxhúðað silfurlóð til samsetningar á stáli, ryðfríu stáli, kopar og koparblöndum, nikkel og nikkelblöndum, álbronsi, steypustáli, smíðajárni og harðmálmum. Lágt bindihitastig, mikill styrkur og góð rafleiðni gera þetta silfurlóð ákjósanlegt til notkunar í matvælaiðnaði, fiskvinnslu, vélaframleiðslu og í blikksmíði (hita- og loftræstikerfi).
Eiginleikar:
Mjög þunnfljótandi
Bindihitastig: 560°C
Eðlisviðnám: 0,14 Ohm mm²/m
Togþol: 400-500 N/mm²
Efnasamsetning: Ag(56%) Cu Zn Sn
Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hreinsa burt óhreinindi, fitu og gráður af bindiflötum. Löng yfirliggjandi samskeyti ætti að smyrja með flúxefni nr. 1020.
Forhitun: Breið og jöfn hitun í 200-300°C.
Suðuaðferð: Í framhaldi af forhitun er suðustaður hitaður þar til flúxið á vírnum bráðnar við snertingu en þá er bindihitastigi náð. Vírnum er stungið í fúguna og dropi bræddur. Best er að snúa vírnum stöðugt til að ná jafnri afbræðslu. Dropanum er fleytt með jafnri hreyfingu gaslogans (acetylen með vægri yfirblöndun gass). Spíssinum er hallað talsvert (30-45° milli suðustykkis og haldara). Flúxefni sem er afgangs er skolað af með vatni að lokinni lóðningu.