Miniflúx TIG vír til suðu á ál- og eirblöndum, sérstaklega Yorcalbro. Hentar ennfremur fyrir eir og eirblöndur (Cu-Zn og Cu-Al) og blöndur með nikkel, járni og mangan.
Eiginleikar:
Sérlega seltuþolið.
Auðvelt í vinnslu.
Má sjóða með riðstraum eða jafnstraum.
Bræðslumark: 900°C
Harka: u.þ.b. 130HB
Togþol: 500-600 N/mm²
Flotmörk: 250-300 N/mm²
Lenging: u.þ.b. 25%
Efnasamsetning: Cu(90%) Al(10%)
Undirbúningur: Suðustaðurinn er hreinsaður vandlega með stálbursta eða smergelpappír. Venjulega má sjóða rör að 1,5mm veggþykkt án fúgu. Ef veggþykkt er meiri en 1,5mm skal nota 45° fúgu með 1,5mm rótarbil. Betri gegnumsuðu og aukna hlíf að innanverðu má fá með því að nota flúxefnið Castolin 4635 sem eftir suðu skolast af með vatni.
Forhitun: Rörin verða að vera spennulaus áður en soðið er, kaldbeygð rör þarf að afglóða við 400-500°C í u.þ.b. 20-30 mín.
Suðuaðferð: Kveikið TIG logann á auka málmstykki sem lagt er við hlið suðustaðarins. Hallið suðuvírnum og TIG byssunni í suðuáttina. Sjóðið langa strengi og svo hratt sem mögulegt er. Ef hætta þarf suðu verður að hreinsa fúguna vel áður en byrjað er á ný. Eftir að suðu er lokið er suðusvæðið ásamt 15cm breidd í hvora átt afglóðað við 350-400°C. Notið hitakrít við afglóðun Yorcalbro röra. Ath. Yorcalbro rör með minna þvermál en 4″ sem hægt er að fella á eða vel saman er betra að silfurlóða með Castolin 1020 XFC.