Til silfurlóðningar á hlutum úr stáli, kopar, koparblöndum, nikkelblöndum, harðmálmum o.fl. Má einnig nota til uppfyllingar grófra flata. Má nota á galvanhúðað stál. Lítil sem engin eftirvinna.
Eiginleikar:
Bindihitastig: 700°C
Ofnhitastig: 850°C
Eðlisviðnám: 0.083 Ohm mm²/m
Harka: 125HB Togþol: 400-450 N/mm²
Lenging: 15-20%
Efnasamsetning: Cu Zn Ag(22%)
Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hreinsa óhreinindi og fitu af bindiflötum. Yfirleitt er ekki þörf á flúxefni sé notað 181F. Sé notað stangarlóð 181 er notað flúxefni nr. 181, hrært út í vatni, og því smurt á stöng og í fúgu. Sé suðustykkið úr sérhertu stáli skal nota flúxefni nr. 16 en Albro sé það úr álbronsblöndu.
Forhitun: Breið, jöfn hitun í 200-300°C því næst á suðustað þar til flúxið flýtur sem vatn.
Suðuaðferð: Lóðinu er stungið í fúguna og brætt með gasloga (acetylen), bráðinni er fleytt með stöðugri hreyfingu logans. Sé notað lóð með flúxhúð er dropi af flúxefninu bræddur niður í fúguna eftir forhitun og þegar hann fleytist út við suðuhitun er annar dropi af lóði bræddur o.s.frv. Flúxefni sem er afgangs er skolað af með vatni að lokinni lóðningu.