Slitvarnarsuða á brons, kopar, stál, steypu- og smíðajárn. Þétt efnisyfirborð gefur lítið núningsviðnám. Hentar vel til endurbyggingar hluta sem verða fyrir höggum, núningi eða beygjuálagi svo sem tannhjóla, kambása, ventilsæta og dælukólfa. Hentar einnig til suðulóðningar steypujárns vegna lágs bindihitastigs, mikils styrks og seiglu.
Eiginleikar:
Bindihitastig: 750°C
Eðlisviðnám: 0,16 Ohm mm²/m
Harka: 180-210HB
Togþol: 550-600 N/mm²
Lenging: 18%
Efnasamsetning: Cu Zn Ni
Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hreinsa óhreinindi og fitu af bindiflötum. Kantar rúnnaðir og flúxefni smurt á. Sé um steypujárn að ræða skal grófraspa fúgukanta til að fjarlægja grafít í ysta laginu.
Forhitun: Jöfn og breið hitun í 300°C nærri suðustað þar til flúxefnið flýtur.
Suðuaðferð: Suðustaður er hitaður í dökkrautt. Vírendinn er borinn að fletinum, dropi bræddur og fleytt með gasloganum (acetylen) áður en næsti dropi er bræddur o.s.frv. Þykkari suða er byggð upp af mörgum þunnum heilum suðulögum. Spíssinum er haldið sem næst flötum. Forðast ber yfirhitun. Suðustykkið á að kólna hægt. Sé þörf á flúxefni skal nota 185A nema þegar í hlut á illsjóðanlegt steypujárn þá skal dýfa vírnum í 185B þegar fyrsta suðulagið er lagt.