Á hverjum vetri tapast fjöldi vinnustunda vegna ísingar í loftverkfærum og loftstýribúnaði. Þetta er hvimleitt vandamál sem má að stærstum hluta koma í veg fyrir með því einu að nota KILFROST K400.
KILFROST smurolían dregur til sín raka úr kerfinu og minnkar þannig hættu á myndun vatnsútfellinga og hindrar um leið ísmyndun án þess að tapa smureigileikum sínum, ólíkt venjulegri smurolíu sem almennt tapar hluta smureiginleika við vatnsíblöndun.
Vegna einstakrar rakadrægni KILFROST K400 og hæfni þess til samruna við vatn hefur efnið jafnframt frábæra eiginleika til að smyrja bor- og fræsihausa við jarðborun þar sem efnið skolast fljótt og auðveldlega burt með skol- og kælivatni verkfæranna.
KILFROST K400 er ekki olíubætiefni heldur hágæða ólífrænt smurefni fyrir háþrýst loftverkfæri og vinnuloftskerfi.
KILFROST K400 má ekki bæta í smurolíu sem er til staðar í smurkerfum eða á forðahylkjum þrýstiloftskerfa þar sem samruni efnanna hefur í flestum tilfellum mjög spillandi áhrif á þau.
KILFROST K400 hentar best fyrir olíulaus vinnuloftskerfi í umhverfi þar sem daglegt hitastig er lægra en 40°C.
Þótt KILFROST K400 dragi til sín allt að fjórfalda þyngd sína af vatni, kemur það ekki alfarið í veg fyrir ísmyndunarvandamál, þá sérstaklega í kerfum sem eru í mjög röku umhverfi eða þar sem mikil myndun vatns á sér stað í loftpressu kerfisins. Í slíkum tilfellum er oftast lausn að setja upp stærri vatnskilju eða nýja sé hún ekki þegar er til staðar, og/eða að auka flæði KILFROST K400 smurefnisins til að tryggja rekstraröryggi búnaðarins.
KILFROST K400 hefur verið rannsakað af fjölda framleiðenda, t.d. Atlas Copco og Halifax Tool Company, með mjög jákvæðum árangri sem smur- og ísvarnarefni. Sýndu rannsóknir þessar ótvírætt framá að loft- og stýribúnaður sem smurður er með KILFROST K400 heldur óskertri virkni og eiginleikum í miklu frosti og röku umhverfi við allt að -60°C og 17 bar þrýsting.
Sjálfstæðar rannsóknir sænskra rannsóknastofnanna hafa jafnframt sýnt fram á að KILFROST K400 heldur gæðum sínum við þrýsti- og núningsþol > 400 kg/cm2. Sama á við um KILFROST K400 og flugvélaolíur sem notaðar eru í takmörkuðu loftrými, að loftskolun olíunnar er frumskilyrði fyrir bestum líftíma og endingu hennar.
Notkunarleiðbeiningar;
1. KILFROST smurefni hentar afar vel þegar vart verður við ísmyndun í loftverkfærum.
2. KILFROST hentar mjög vel til notkunar í smurefnaúðurum, þar sem efnið myndar auðveldlega úða við venjulegan umhverfishita. Einnig má skammta efnið úr forðahylki eða handvirkt með smurkönnu.
Smurfilman þolir þrýsting yfir 400 kg/cm2.
3. Efninu má alls ekki blanda saman við venjulegar smurolíur, þar sem það getur dregið úr ísvarnareiginleikum þess. Þó er ekki nauðsynlegt að hreinsa tóm olíuforðahylki eða –skammtara áður en þau eru fyllt af KILFROST
4. Notkun á KILFROST er að jafnaði sambærileg við þá smurolíunotkun sem ráðlögð er af framleiðendum loftverkfæra.
5. KILFROST er viðurkennt og notað af helstu framleiðendum loftverkfæra og stýribúnaðar um heim allan.
Merking;
Innihaldslýsing: 1,2-etandíól (etýlenglýkól) >50%
Hættulegt við inntöku. Varist snertingu við húð og augu.