Super Chemi er lagskiptur hitamýktur gúmmíbarki, styrktur með polyester strigalagi og stálspíral. Ytri kápan er úr mjúku gúmmí sem þolir flest hreinsiefni sem eru notuð í iðnaði. Innra lagið er þunn polyethylen áferð sem þolir ýmis sterk hvarfefni og sýrulausnir (m.a. 70% nitric, hyprocloric , hydrobromics upp að 60% og 80% sulpuric sýrulausn ), basísk sölt og miðlungs sterkar oxisiding lausnir (potassium bichromate og potassium permanganate at 20%).
Þolir ágætlega ýmsar lífrænar olíur en síður jarðolíukennd efni.
Takmarkað þol gagnvart málningarleysiefnum en þolir betur ýmsar glycol lausnir.
Þá er góð reynsla af Super Chemi barkanum með ýmis eiturefni í landbúnaði, eins og skordýraeitur og illgresiseyðir sem innihalda glyphosate og deltamertín.
Vöruheiti | Innanmál mm | Veggþykkt mm | Þyngd gr/m | Beygjuradíus mm | Þrýstingur BAR | Vaccum | Rúllulengd m | Vörunúmer |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Efnabarki 19mm | 19 | 4.5 | 340 | 100 | 25 | 9 | 60 | |
Efnabarki 25mm | 25 | 4.25 | 430 | 120 | 25 | 9 | 60 | 42450025 |
Efnabarki 32mm | 32 | 4.5 | 590 | 150 | 18 | 9 | 60 | 42450032 |
Efnabarki 38mm | 38 | 5.25 | 800 | 200 | 17 | 9 | 30 | 42450038 |
Efnabarki 51mm | 51 | 6 | 1150 | 250 | 14 | 9 | 30 | 42450051 |
Efnabarki 63mm | 63 | 6.5 | 1450 | 300 | 12 | 9 | 30 | |
* Tækniupplýsingar miðast við 23°C +/- 2°C. Frávik +/- 5% |