Landvélar hafa í marga áratugi verið stærsti söluaðili O-hringja á Íslandi og lagt mikinn metnað í að eiga fjölbreytt úrval og stórann lager af þeim.
Þeir O-hringir sem eru á lager Landvéla eru annars vegar úr NBR (nítríl) gúmmíi en hins vegar úr Víton gúmmíi, báðar stærðir eru til í mörgum stærðum bæði þegar kemur að þvermáli og efnisþykkt. Aðrar stærðir og efnisgerðir getum við pantað með nokkuð skömmum fyrirvara.
Ef nota á O-hringi sem þéttingu undir þrýstingi getur verið nauðsynlegt að nota bakhringi þeim til stuðnings.
Helsti O-hringja birgi Landvéla er SKF Economus.
Þegar O-hringir eru pantaðir eru tvö mál sem þarf að gefa upp, innra þvermál hringsins og efnisþykkt hans. Þar sem erfitt getur verið að ná réttri málsetningu á þvermáli gúmmíhringsins sjálfs er oft betra að mæla utanmál öxulsins sem hringurinn á að fara uppá eða innra mál sporsins sem hann á að liggja í.
O hringir – EPDM
EPDM hringir hafa mikið þol gagnvart veðrun, Ósoni vatni og gufu.
Þeir þola vel mikinn hita og eru mikið notaðir í heitavatnslagnir.
Category: Þéttihringir
Related products
Dæluflansar
Þéttihringir
Þéttihringir
Þéttihringir
Þéttihringir
Þéttihringir