P 51 pinnavír, basískur

Pinnavír með basískri kápu og lágt vetnisinnihald. Hannaður fyrir suðu í „venjulegt“ stál og stál með hærra kolefnisinnihald.
Vírinn sameinar styrk og þol og hentar sérstaklega vel við erfiðar aðstæður þar sem hætta er á sprungum vegna málmstreitu.
Vegna þess hversu auðvelt er að nota vírinn í öllum suðustöðum hentar hann vel í rörasuðu.
Þar sem vírinn er ekki viðkvæmur fyrir óhreinindum hentar hann vel á efni sem er yfirborðsmeðhöndlað eða ryðgað.
Sérlega auðveld gjalllosun, jafnvel á botnstrengjum og góðir suðueiginleikar minnka stórlega líkur á suðugöllum.
Suðustöður:Elga P43 suðustöður