Umbúðir: 50ml.
Límið þolir hitun (150°C) í skamman tíma, sé álag á límfleti hóflegt, og kælingu allt niður í -55°C.
Notið ekki í snertingu við gufu, öfluga oxara og skautuð leysiefni.
Þolir þvott með leysiefnum. Geymsluhitastig: 5° til 25°C.
Notkunarleiðbeiningar:
1) Bestur árangur næst ef límfletir eru fituhreinsaðir og þurrir. Aseton eða ísóprópanól henta vel til
hreinsunar. Mælt er með léttri slípun límflata.
2) Berið samfellda límrönd á innri flöt, eða látið fljóta inn á milli límflata.
3) Þrýstið flötum saman með snúningshreyfingum fram og aftur.
4) Gætið þess að límið komist ekki inn í legur eða í snertingu við hreyfanlega vélhluta.
5) Límda hluti má handleika eftir 15 mín.
6) Límið nær fullum styrk á sólarhring. Því má hraða með upphitun, eða Permabond Activator A905/
ASC10. Þetta á sérstaklega við um málmyfirborð með oxíðhúð, svo sem sink, ál eða ryðfrítt stál.
Einföld líming:
1) Berið samfellda límrönd á innri flöt. Þrýstið flötum saman með snúningshreyfingum fram og aftur.
Einnig má láta límið fljóta inn milli límflata eftir samsetningu.
2) Við stærri vélhluta er heppilegra að nota lím með álagstengt flæði til að hindra myndun tauma.
3) Gætið þess að límið komist ekki inn í legur eða í snertingu við hreyfanlega vélhluta.
Gengjulíming:
1) Vegna flæðieiginleika límsins, er unnt að bera það á eftir samsetningu (t.d. á bolta og rær eftir
herslu)
2) Látið límið drjúpa þar sem bolti og ró mætast. Á lokuð boltagöt skal láta nokkra dropa flæða til botns
niður innri gengjuna.
Þétting á gleypum suðum:
1) Hreinsið suðuyfirborð. Fjarlægja skal óhreinindi, ryð, gjallhúð, og málningu þannig að sjáist í hreinan
málminn.
2) Látið allan raka þorna og A126 síðan flæða inn í holur á yfirborði.
3) Hitið svæðið upp í 50°C eða meir. Hitinn sér til þess að allar rakaleifar gufa upp. Ekki ætti að hita
séu aðrar efnavörur til staðar, nema að undangenginni athugun á blossamarki, eldfimi og
hitastöðugleika viðkomandi efna.
4) Berið A126 á heitt suðuyfirborðið með pensli, svampi eða hreinum klút. Vætið allt yfirborðið
vandlega þannig að efnið nái að flæða inn í og loka öllum götum.
5) Sé yfirborð mjög gleypt, eða ef mikið er um nálargöt á fletinum, gæti þurft að bera nokkrar umferðir
af A126 á flötinn, til að tryggja varanlega þéttingu.
6) Límið harðnar nægilega mikið á 5-10 mínútum til notkunar við lágan þrýsting. Innan klukkustundar
allt að15-35 bar, t.d. í sjálfvirkum brunaúðakerfum.
7) Þurrkið af leifar á yfirborði eftir klukkustund.
VARÚÐ:
Getur valdið ofnæmisviðbrögðum í húð. Veldur alvarlegri augnertingu. BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni og sápu. Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/ augnhlífar/andlitshlífar.
GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.