Kannið verkun á plastefni fyrir notkun.
Þolir hitun (150°C) í skamman tíma við hóflegt álag, og kælingu allt niður í -40°C.
Geymsluhitastig: 2° til 7°C.
Notkunarleiðbeiningar:
1) Límfletir skulu vera fituhreinsaðir og þurrir. Aseton eða ísóprópanól henta vel til hreinsunar. Málma með oxíðhúð(ál, kopar) er gott að slípa lauslega.
2) Berið lítið magn herðis (Initiator 46) á annan flötinn.
3) Berið límið á hinn flötinn (um það bil 10 hlutar líms:1 hluti herðis).
4) Þrýstið límflötum saman er fljótt og unnt er (innan 2 klst), nægilega fast til að límlagið verði sem þynnst.
5) Haldið þrýstingnum á límdu fletina í 2-4 mín.
6) Límið nær fullum styrk á sólarhring. Því má hraða með hitun.
HÆTTA.
Mjög eldfimur vökvi og gufa. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða. Getur valdið ofnæmisviðbrögðum í húð. Getur valdið ertingu í öndunarfærum. Skaðlegt lífi í vatni, hefur langvinn áhrif. Inniheldur epoxýefnisþætti. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar.