Notkunarleiðbeiningar;
Berið lausnina með pensli eða úðasprautu á flötinn sem hreinsa eða sjóða skal.
Smáhlutum má dýfa í lausnina ef fjarlægja skal alla oxíðhúð.
Takið fyrir litla fleti í einu og byrjið neðst til að forðast tauma. Ekki skal nudda yfirborðið.
Bíðið í 1-2 mínútur.
Skolið með hreinu vatni eða þurrkið efnið af.
Forðist snertingu við gler, postulín, málaða- eloxeraða- eða galvaníseraða fleti. Skolið strax með vatni hafi snerting átt sér stað.
Inniheldur; Fosfórsýru <10%, Ammóníumvetnisflúoríð <5%.
Ætandi. Eitrað við inntöku. Varist innöndun ryks. Berist efnið í augu skal strax skola vandlega með miklu vatni og leita læknis. Notið viðeigandi hlífðarhanska. Leitið umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef lasleika verður vart; sýnið umbúðamerkingarnar ef unnt er.
GEYMIST Á LÆSTUM STAÐ ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL