Rover tannhjóladælur hafa soggetu allt að 2 metra án þess að vera fylltar. Umfram fall í soghæð má fyrirbyggja með því að setja einstefnuloka á sogslönguna og verður þá að fylla hana eins og sjálfa dæluna fyrir gangsetningu. Til að auka soggetu dælunnar er gott að setja um 10 ml. af vökvanum sem á að dæla í dæluna fyrir gangsetningu. Þá er mikilvægt að hafa fjarlægð á milli dælu og þess sem á að dæla sem stysta.
Rover BE-G dælurnar má keyra stöðugt við 2 BAR þrýsting.
Dælan getur eyðilagst ef hún gengur þurr í meira en 10 sekúndur.
Tryggið að slöngur séu tryggilega festar með hosuklemmu. Ávallt skal nota sogsíu á inntaksslöngu.
Notkun: Vatn, vín, ólífuolía, mjólk, dísel, jarðefna- og synþetískar olíur með seigju á milli 1° Engler og 7° Engler við 40° hita. (SAE 30 motorolía eða SAE 80 gírolía).
Hægt er að sérpanta fleiri stærðir og gerðir af Rover BE-G dælum. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá sölumönnum Landvéla.
Vöruheiti | Stútur (mm) | Afköst l/klst | Hámarks lyftigeta m | Hámarks snúningur sn/mín | Rafmótor hö | Þyngd kg | Vörunúmer |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Rover BE-G 20 | 20 | 900 | 24 | 1450 | 0.6 | 6 | 24020200 |
Rover BE-G 20 | 20 | 1750 | 24 | 2850 | 0.8 | 7 | 24020201 |