U-þétti eða stangarþétti koma í veg fyrir að olía eða loft leki úr tjakk.
Þeim er komið fyrir í tjakkhálsi og vinna á móti tjakkstönginni til að veita hámarks þéttingu. Þau stöðva einnig olíuflæði út og hámarka þannig endingu tjakksins.
ATH. Mikilvægt er að tjakkstöng sé heil og rispulaus þar sem skemmdir á tjakkstöng valda skemmdum á þeim þéttum sem hún fer í gegnum.
Stangarþétti með O-hring
Hafa það framyfir hefðbundin stangarþétti að í bakraufinni (U-inu) liggur O-hringur sem gerir það að verkum að þéttið er ekki jafn viðkvæmt fyrir þrýstibreytingum og annars.
Þrýstiþol: 350 BAR.
Hitaþol: -35 – +80°C.
Mesti stimpilhraði: 0,5 m/sek.