Umbúðir: 3ml.
Permabond 102 þolir hitun 150°C í skamman tíma, sé álag á límfleti hóflegt, og kælingu allt niður í -55°C.
Notið ekki í snertingu við gufu, öfluga oxara og skautuð leysiefni. Þolir þvott með leysiefnum. Geymsluhitastig: 2° til 7°C.
Varúðarleiðbeiningar
Varist að límið komist í snertingu við augu. Í þeim tilvikum skal skola augu varlega með miklu magni af volgu vatni og leita læknis sem fyrst.
Límist húð saman eða við annan hlut, skal þvo svæðið með heitu sápuvatni og nudda varlega þar til límingin losnar.
Reynið ekki að skera líminguna.
Notkunarleiðbeiningar
1) Límfletir skulu vera fituhreinsaðir og þurrir. Notið t.d. ísóprópanól eða aseton við hreinsun.
Málma með oxíðhúð (ál, kopar) er gott að slípa lauslega.
2) Berið lítið magn límsins á annan flötinn (1 dropi nægir).
3) Þrýstið flötum saman hratt og í rétta stöðu.
4) Beitið hæfilegum þrýstingi þ.a. límið myndi þunna filmu.
5) Látið óhreyft þar til límið hefur harðnað, yfirleitt að fáum sekúndum liðnum.
6) Umframmagn má hreinsa með leysiefni.
7) Límda hluti má handleika eftir 5 sek.
8) Límið nær fullum styrk á sólarhring.
9) Notið Permabond Activator á gleypt yfirborð. Þegar pólýprópýlen, teflon eða sílikon er límt, ætti að grunna með Permabond Polyolefin Primer.
VARÚÐ: Sýanóakrýlat. Hætta. Límist við húð og augu á nokkrum sekúndum.
Veldur húðertingu. Veldur alvarlegri augnertingu. Getur valdið ertingu í öndunarfærum.
BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er hægt. Skolið áfram.
BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni og sápu.
GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.