Límið þolir hitun (200°C) í skamman tíma sé álag á límfleti hóflegt og heldur fullum styrk frá -30° til 85°C.
Tonnatak hefur mikla mótstöðu gegn áhrifum raka, hitabreytinga, sýru og basa, olíu og lífrænna leysiefna.
Notið ekki í snertingu við gufu, öfluga oxara og skautuð leysiefni. Þolir þvott með leysiefnum. Geymsluhitastig: 5° til 25°C.
Notkunarleiðbeiningar
1) Límfleti þarf að fituhreinsa og þurrka.
2) Berið lítið magn límsins á annan flötinn (1 dropi nægir, 0,1mm límþykkt).
3) Þrýstið flötum saman hratt og í rétta stöðu. Haldið í 10 sek.
4) Beitið hæfilegum þrýstingi þannig að límið myndi þunna filmu.
5) Umfram magn má hreinsa með leysiefni.
6) Límið nær fullum styrk á nokkrum klst.
Varúðarleiðbeiningar
Varist að límið komist í snertingu við augu. Í þeim tilvikum skal skola augu varlega með miklu magni af volgu vatni og leita læknis sem fyrst. Límist húð saman eða við annan hlut, skal þvo svæðið með heitu sápuvatni og nudda varlega þar til límingin losnar. Reynið ekki að skera líminguna.