IMG_5573

Straumrás hf er öflugur þjónustuaðili við íslenskan iðnað, landbúnað, útgerð og annað athafnalíf.
Þjónustan er fjölbreytt en á það sameiginlegt að snúast um iðnaðarvörur.
Meðal helstu þjónustuþátta eru slöngusmíði, almenn tækniþjónusta á vökva og loftbúnaði, drifbúnaði, legum, smurkerfum, suðuvörum, verkfærum o.fl.

Markmið okkar er veita viðskiptavinum faglega og örugga þjónustu sem styður vel við það mikla úrval af iðnaðarvörum sem fyrirtækið selur.
Við höfum mjög öflugt bakland hjá samstarfsaðilum okkar, til dæmis Landvélum og Fálkanum.

Verið velkomin í viðskipti.

Verslun og þjónusta

Verslun Straumrásar er vel staðsett og með góðu aðgengi.
Sölumenn Straumrásar eru 5 og atið oft mikið enda verkefnin fjölbreytt og oft tæknilega krefjandi, allt frá því að afhenda eina hosuklemmu eða O hring í það að vera ráðgjöf og sala á flóknum lausnum eða íhlutum.
Vöruúrvalið spannar mjög vítt svið af rekstrar- og tæknivöru þar sem fjöldi vörunúmera skiptir tugum þúsunda og fjöldi birgja tugum.
Þá eru sérpantanir á ýmsum vörum daglegt brauð og því má með sanni segja að enginn dagur sé eins á vinnustað eins og Straumrás.

Straumrás býður upp á útkallsþjónustu allan sólarhringinn og alltaf er hægt að ná í menn á vakt með einu símtali.

Slöngusmíði er okkar fagslöngusmíði 1

Ein af grunnstoðum í þjónustu Straumrásar er smíði og pressun á slöngum og lagnaefni, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í slöngusmíði allt frá stofnun.  Fyrirtækið er vel tækjum búið til að smíða, skafa og pressa slöngur eftir óskum hvers og eins.

Sölumenn okkar hafa þjálfun og getu til að smíða og pressa slöngur hratt og örugglega og oftast er hægt að leysa þessi verkefni á meðan viðskiptavinurinn bíður.

Neyðarþjónusta

Alltaf á vakt – útkallsþjónusta allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Margir viðskiptavina okkar eru að störfum fyrir utan hins hefðbundna vinnutíma, enda oft mikið í húfi vegna ófyrirséðs viðhalds eða bilunar.  Til að tryggja aðgang að íhlutum og varahlutum býður Straumrás upp á 24 tíma útkallsþjónustu alla daga ársins.  Ávallt er einn starfsmaður á vakt sem getur kallað aðra sér til aðstoðar ef með þarf.

Hvert útkall utan hefðbundins verslunartíma er gjaldfært skv. gildandi verðskrá hverju sinni.  Útköll á hátíðardögum og milli kl. 23.00 og 07.00 bera tvöfalt gjald.

Símanúmer útkallsþjónustu Straumrásar er 892 5526