Alltaf á vakt – útkallsþjónusta allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Margir viðskiptavina okkar eru að störfum fyrir utan hinn hefðbundna vinnutíma, enda oft mikið í húfi vegna ófyrirséðs viðhalds eða bilunar.
Til að tryggja aðgang að íhlutum og varahlutum býður Straumrás eftir því sem við verður komið upp á 24 tíma útkallsþjónustu alla daga ársins.
Ath! Vegna þess að starfsmenn sinna þessari þjónustu í eigin frítíma getum við ekki lofað að alltaf sé hægt að bregðast við samstundis. Hinsvegar er öruggt að við munum alltaf gera okkar besta.
Hvert útkall utan hefðbundins verslunartíma er gjaldfært skv. gildandi verðskrá hverju sinni.
Útköll á hátíðardögum og milli kl. 23.00 og 07.00 bera tvöfalt gjald.
Símanúmer útkallsþjónustu Straumrásar er 892 5526