Í gegnum tíðina hefur Straumrás lagt mörgum góðum málum lið. Allskonar málum. Stundum stærri, stundum minni, allt eftir efnum og ástæðum. Bæði hér á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.
Á dögunum styrktum við Siglingaklúbbinn Nökkva og færðum þeim að gjöf vandaðan verkfæraskáp frá Kamasa troðfullan af verkfærum.
Það er alltaf gaman þegar hægt er að hjálpa til í brasinu ekki síst þegar um er að ræða félag eins og siglingaklúbbinn sem einbeitir sér fyrst og fremst að starfi í þágu barna og unglinga.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Dúa frá Straumrás og Rúnar og Breka frá Siglingaklúbbnum stara dreymnum augum út í hafsauga og Guðna frá Straumrás og Hrönn frá Nökkva olnboga (handsala) þennan skemmtilega gjörning.
Til hamingju með þennan verkfærapakka Nökkvafólk.