Straumrás hf er öflugur þjónustuaðili við íslenskan iðnað, landbúnað, útgerð og annað athafnalíf.  Þjónustan er fjölbreytt en á það sameiginlegt að snúast um iðnaðarvörur.
Meðal helstu þjónustuþátta eru slöngusmíði, almenn tækniþjónusta á vökva og loftbúnaði, drifbúnaði, legum, smurkerfum, suðuvörum, verkfærum o.fl.

Markmið okkar er veita viðskiptavinum faglega og örugga þjónustu sem styður vel við það mikla úrval af iðnaðarvörum sem fyrirtækið selur.  Við höfum mjög öflugt bakland hjá samstarfsaðilum okkar, til dæmis Landvélum.

Verslun Straumrásar er vel staðsett og með góðu aðgengi.
Sölumenn Straumrásar eru 5 og atið oft mikið enda verkefnin fjölbreytt og oft tæknilega krefjandi, allt frá því að afhenda eina hosuklemmu eða O hring í það að vera ráðgjöf og sala á flóknum lausnum eða íhlutum.  Vöruúrvalið spannar mjög vítt svið af rekstrar- og tæknivöru þar sem fjöldi vörunúmera skiptir tugum þúsunda og fjöldi birgja tugum.  Þá eru sérpantanir á ýmsum vörum daglegt brauð og því má með sanni segja að enginn dagur sé eins á vinnustað eins og Straumrás.

Við bjóðum upp á útkeyrslu á allar helstu afgreiðslustöðvar og vinnum náið með helstu flutningsaðilum.

Fjölbreytt þjónusta – áratuga reynsla

Slöngusmíði – sérsmíði og samsetning:
Ein af grunnstoðum í þjónustu Straumrásar er smíði á vökvaslöngum og sala á tilheyrandi lagnaefni (fittings), en fyrirtækið hefur sérhæft sig í slöngusmíði allt frá stofnun.  Fyrirtækið er vel tækjum búið til að smíða, skafa og pressa slöngur eftir óskum hvers og eins. Við leggjum mikinn metnað í að eiga jafnan á lager allan helsta fittings. Við erum í samvinnu við leiðandi birgja og fylgjum þeirri þróun sem á sér stað á þessum vettvangi.

Markmiðið er að allir afgreiðslumenn okkar hafi þjálfun og getu til að smíða og pressa slöngur hratt og örugglega og oftast er hægt að leysa þessi verkefni á meðan viðskiptavinurinn bíður.

Fyrir ýmis stærri verkefni eins og jarðgangagerð og jarðborun höfum við í samvinnu við Landvélar útbúið færanlegar gámaeiningar með slöngupressu, slöngum og lagnaefni, sem fullbúið slönguverkstæði á verkstað.

Sérfræðingar í legum og drifbúnaði:
Straumrás er í samstarfi við Landvélar viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF drifbúnað, legur, þéttingar og smurkerfi.  Við leggjum áherslu á fyrirbyggjandi viðhald og þjónustu með hönnun og uppsetningu sjálfvirkra smurkerfa og ástandsgreiningu á legum og drifbúnaði, titringsmælingar o.fl. Hjá SKF má einnig finna úrval sérhæfðra verkfæra fyrir legur og drifbúnað.

Öflug þjónusta við vélsmiðjur og verkstæði:
Sem umboðsaðilar Kemppi og Elga veitum við ráðgjöf og þjónustu varðandi alla rafsuðu, suðuvélar og suðuvír ásamt viðeigandi öryggis- og hreinsibúnaði.  Bjóðum einnig breitt úrval sérverkfæra fyrir málmiðnað og aðra fagaðila, verkfæri eins og rennibekki, slípivélar, borvélar og sagir, auk vandaðra handverkfæra frá Kamasa, Knipex, Bahco og fleirum.

Dælur í öll verk:
Í seinni tíð höfum við markvisst byggt upp sölu og þekkingu á vatns-, efna-, loft- og rótordælum, ásamt háþrýstidælum og fylgihlutum fyrir allar gerðir af dælubúnaði. Bjóðum í dag úrval dælubúnaðar fyrir iðnað, sjávarútveg, verktaka, heimili og sumarhús.

Landbúnaður:
Á þjónustusvæði Straumrásar er mjög öflugur landbúnaður. Við höfum frá fyrstu tíð lagt mikla áherslu í þjónustu við landbúnað.

Þjónusta á norðurlandi:
Þjónustusvæði Straumrásar er og hefur alltaf verið stór-norðurland. Straumrás hefur ávallt lagt mikla áherslu á gott og náið samstarf við vélaverkstæði og aðra þjónustuaðila á svæðinu.

Sterkir fyrir sunnan:
Systurfyrirtæki Straumrásar í Kópavogi er Landvélar, rótgróið fyrirtæki sem þekkir sinn heimamarkað vel og nýtur nálægðar við öfluga útgerð og iðnað sunnan heiða.