3 viðskiptavinir ! 2 metrar ! Spritt !

Hér er ný stöðuuppfærsla fyrir Straumrás. Það er ömurlegt að þurfa að setja svona frá sér en annað er ekki hægt.

Frá og með deginum í dag viljum við alls ekki fá fleiri en 3 viðskiptavini inn í búðina í einu. Við náum ekki með góðu móti að fylgja eftir 2ja metra reglunni með öðrum hætti. Þið kæru viðskiptavinir hreinlega verðið að vera á tánum með okkur varðandi þetta, haldið fjarlægðinni, ekki mætast í dyrunum! Við látum ekki spyrjast um okkur að við ráðum ekki við þessa 2 metra !
Athugið hversu margir eru í búðinni áður en þið komið inn. Bíðið úti eða komið aftur síðar ef það er ekki pláss.

Vinsamlega notið sprittið að minnsta kosti bæði við komu og brottför. Vinsamlega virðið þetta! Við getum þetta en þá verða bara allir að taka þátt !
Við hvetjum alla sem mögulega geta komið því við að panta vörur með símtali eða tölvupósti. Það er langbesta aðferðin þessa dagana. Við getum svo sem hægast sett vörurnar út þegar þið komið að sækja.
Og enn og aftur viljum við, þótt það sé undarlegt fyrir verslun, hvetja alla sem eiga ekki mjög brýnt erindi til okkar að fresta því að koma þar til betur stendur á.

Vörukynning

Tilboðshornið